Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Michael Owen fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Liverpool. Getty/Jon Buckle Michael Owen yfirgaf Liverpool sem elskaður sonur félagsins, einn allra besti framherji heims og handhafi Gullknattarins. Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar aldrei sætt sig við það að hann valdi að spila fyrir Manchester United. Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira