Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2024 09:02 Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Vændi Kynferðisofbeldi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun