Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2024 09:02 Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Vændi Kynferðisofbeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun