Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun