Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 16:51 Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun