Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.30 er leikur Detroit Lions og Chicago Bears í NFL-deildinni á dagskrá. Klukkan 21.30 er leikur Dallas Cowboys og New York Giants á dagskrá. Klukkan 01.20 er leikur Green Bay Packers og Miami Dolphins á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 hefst leikur Athletic Club og Elfsborg í Evrópudeild karla í fótbolta. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson leika með sænska liðinu.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá Manchester þar sem heimamenn í Manchester United taka á móti Bodö/Glimt í Evrópudeildinni. Um er að ræða annan leik Rúben Amorim sem þjálfara Rauðu djöflanna.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.35 er leikur Lazio og Ludogorets í Evrópudeildinni á dagskrá. Klukkan 19.50 er leikur Ferencvaros og Malmö í Evrópudeildinni á dagskrá. Daníel Tristan Guðjohnsen leikur með Malmö.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.35 er leikur Heidenheim og Chelsea í Sambandsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá. Klukkan 19.50 er leikur Fiorentina og Pafos í sömu keppni á dagskrá.
Vodafone Sport
Klukkan 17.35 hefst útsending frá Armeníu þar sem Víkingar mæta heimamönnum í Noah. Guðmundur Þórarinsson leikur með heimamönnum.
Klukkan 19.50 er leikur Real Sociedad og Ajax á dagskrá. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með Sociedad en Kristian Nökkvi Hlynsson gæti spilað fyrir gestina frá Amsterdam.