Barry Keoghan leikur Bítil Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 20:56 Kvikmyndirnar eiga allar að koma út árið 2027. Vísir/Samsett Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. Það er Ringo sjálfur sem greinir frá þessu í viðtali við bandaríska miðilinn Entertainment Tonight. „Mér finnst það frábært. Ég held að hann sé einhvers staðar á trommuæfingum og ég vona að þær verði ekki of margar,“ segir Bítillinn. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn Sam Mendes, sem er frægur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndum á borð við American Beauty og 1917, stefni að því að gefa út ævisögulega kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Ekkert hefur verið staðfest hingað til um hver eigi að leika þessa frægustu rokkara tónlistarsögunnar. Margir orðrómar hafa þó gengið um hverjir það verði sem hreppi þessi eftirsóttu hlutverk. Paul Mescal, sem lék nýlega aðalhlutverkið í framhaldi Ripley Scott á Skylmingarþrælnum, hefur til að mynda verið orðaður við hlutverk sjálfs Paul McCartney. Þá hefur Harris Dickinson, sem fór til dæmis með aðalhlutverkið í Sorgarþríhyrningnum, verið bendlaður við hlutverk John Lennon en hvorugur þeirra hefur staðfest það. Bíó og sjónvarp Tónlist Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það er Ringo sjálfur sem greinir frá þessu í viðtali við bandaríska miðilinn Entertainment Tonight. „Mér finnst það frábært. Ég held að hann sé einhvers staðar á trommuæfingum og ég vona að þær verði ekki of margar,“ segir Bítillinn. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn Sam Mendes, sem er frægur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndum á borð við American Beauty og 1917, stefni að því að gefa út ævisögulega kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Ekkert hefur verið staðfest hingað til um hver eigi að leika þessa frægustu rokkara tónlistarsögunnar. Margir orðrómar hafa þó gengið um hverjir það verði sem hreppi þessi eftirsóttu hlutverk. Paul Mescal, sem lék nýlega aðalhlutverkið í framhaldi Ripley Scott á Skylmingarþrælnum, hefur til að mynda verið orðaður við hlutverk sjálfs Paul McCartney. Þá hefur Harris Dickinson, sem fór til dæmis með aðalhlutverkið í Sorgarþríhyrningnum, verið bendlaður við hlutverk John Lennon en hvorugur þeirra hefur staðfest það.
Bíó og sjónvarp Tónlist Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira