Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 08:45 Pep Guardiola kyssir hér bikarinn eftir að Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn undir hans stjórn. Hann hefur framlengt samning sinn þrátt fyrir að ekki sé búið að dæma í málinu. Getty/Robbie Jay Barratt Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, er með nýjustu fréttirnar af meintum brotum Manchester City á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Réttarhöldin yfir Manchester City hafa verið í gangi í næstum því þrjá mánuði. Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru mögulega á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru mögulega á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira