Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2024 11:02 Cameron Carter-Vickers niðurlútur eftir að hafa skorað sjálfsmark í leik Celtic og Club Brugge. getty/Ian MacNicol Liverpool vann Real Madrid og PSV Eindhoven og Benfica áttu magnaðar endurkomur í Meistaradeild Evrópu í gær. Alls voru 27 mörk skoruð í Meistaradeildinni í gær en eitt þeirra var með skrautlegri sjálfsmörkum seinni ára. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Á Anfield vann Liverpool 2-0 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid. Alexis Mac Allister og Cody Gakpo skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Bæði lið klúðruðu vítaspyrnum í leiknum. Caoimhin Kelleher varði víti frá Kylian Mbappé og Mohamed Salah skaut framhjá. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga en Real Madrid er aðeins með sex stig. Ótrúlegt sjálfsmark leit dagsins ljós þegar Celtic gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge á heimavelli. Sir Rod Stewart var á Celtic Park og sá Cameron Carter-Vickers setja boltann í eigið mark undir engri pressu á 26. mínútu. Sem betur fer fyrir hann jafnaði Daizen Maeda fyrir Celtic eftir klukkutíma. Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka vann PSV Shakhtar Donetsk, 3-2, á Philips Stadion. Úkraínska liðið komst í 0-2 með mörkum frá Danylo Sikan og Oleksandr Zubkov. En Bandaríkjamennirnir í heimaliðinu, Malik Tillman og Ricardo Pepi, komu þeim til bjargar. Tillman jafnaði með tveimur mörkum og Pepi skoraði svo sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ángel Di María hefur engu gleymt og lagði upp tvö mörk undir lokin þegar Benfica sigraði Monaco, 2-3. Eliesse Ben Seghir kom Monaco yfir en Vangelis Pavlidis jafnaði fyrir Benfica. Soungoutou Magassa kom heimamönnum aftur yfir en Arthur Cabral jafnaði fyrir gestina eftir sendingu frá Di María. Argentínumaðurinn lagði svo upp sigurmark Benfica fyrir Zeki Amdouni þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Borussia Dortmund gerði góða ferð til Króatíu og vann 0-3 sigur á Dinamo Zagreb. Jamie Gittens, Ramy Bensebaini og Serhou Guirassy skoruðu mörk þýska liðsins. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður þegar Lille sigraði Bologna, 1-2. Ngal'ayel Mukau, tvítugur Belgi, skoraði bæði mörk franska liðsins en Jhon Lucumí gerði mark Ítalanna. Það var fyrsta mark Bologna í Meistaradeildinni í vetur. Rauða stjarnan gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Stuttgart á heimavelli, 5-1. Nemanja Radonjic skoraði tvö mörk fyrir serbnesku meistarana og Silas, Rade Krunic og Mirko Ivanic sitt markið hver. Ermedin Demirović skoraði mark þýska liðsins. Mika Biereth tryggði Sturm Graz sigur á Girona, 1-0, en ekkert mark var skorað í leik Aston Villa og Juventus á Villa Park. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum. 27. nóvember 2024 19:32 „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. 27. nóvember 2024 23:32 Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. 27. nóvember 2024 22:32 Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Á Anfield vann Liverpool 2-0 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid. Alexis Mac Allister og Cody Gakpo skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Bæði lið klúðruðu vítaspyrnum í leiknum. Caoimhin Kelleher varði víti frá Kylian Mbappé og Mohamed Salah skaut framhjá. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga en Real Madrid er aðeins með sex stig. Ótrúlegt sjálfsmark leit dagsins ljós þegar Celtic gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge á heimavelli. Sir Rod Stewart var á Celtic Park og sá Cameron Carter-Vickers setja boltann í eigið mark undir engri pressu á 26. mínútu. Sem betur fer fyrir hann jafnaði Daizen Maeda fyrir Celtic eftir klukkutíma. Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka vann PSV Shakhtar Donetsk, 3-2, á Philips Stadion. Úkraínska liðið komst í 0-2 með mörkum frá Danylo Sikan og Oleksandr Zubkov. En Bandaríkjamennirnir í heimaliðinu, Malik Tillman og Ricardo Pepi, komu þeim til bjargar. Tillman jafnaði með tveimur mörkum og Pepi skoraði svo sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ángel Di María hefur engu gleymt og lagði upp tvö mörk undir lokin þegar Benfica sigraði Monaco, 2-3. Eliesse Ben Seghir kom Monaco yfir en Vangelis Pavlidis jafnaði fyrir Benfica. Soungoutou Magassa kom heimamönnum aftur yfir en Arthur Cabral jafnaði fyrir gestina eftir sendingu frá Di María. Argentínumaðurinn lagði svo upp sigurmark Benfica fyrir Zeki Amdouni þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Borussia Dortmund gerði góða ferð til Króatíu og vann 0-3 sigur á Dinamo Zagreb. Jamie Gittens, Ramy Bensebaini og Serhou Guirassy skoruðu mörk þýska liðsins. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður þegar Lille sigraði Bologna, 1-2. Ngal'ayel Mukau, tvítugur Belgi, skoraði bæði mörk franska liðsins en Jhon Lucumí gerði mark Ítalanna. Það var fyrsta mark Bologna í Meistaradeildinni í vetur. Rauða stjarnan gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Stuttgart á heimavelli, 5-1. Nemanja Radonjic skoraði tvö mörk fyrir serbnesku meistarana og Silas, Rade Krunic og Mirko Ivanic sitt markið hver. Ermedin Demirović skoraði mark þýska liðsins. Mika Biereth tryggði Sturm Graz sigur á Girona, 1-0, en ekkert mark var skorað í leik Aston Villa og Juventus á Villa Park. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum. 27. nóvember 2024 19:32 „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. 27. nóvember 2024 23:32 Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. 27. nóvember 2024 22:32 Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum. 27. nóvember 2024 19:32
„Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. 27. nóvember 2024 23:32
Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. 27. nóvember 2024 22:32
Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. 27. nóvember 2024 19:32