Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar 28. nóvember 2024 10:43 Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar