Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 15:16 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar í morgun segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent. Húsnæðið minnkað verðbólgu mest Í grein greiningardeildar Landsbankans á vef bankans segir að deildin hafi spáð 0,13 prósent lækkun á milli mánaða og 4,5 prósenta verðbólgu. Flestir liðir hafi verið í samræmi við spá deildarinnar, fyrir utan reiknaða húsaleigu. Deildin hafi spáð því að liðurinn myndi lækka lítillega á milli mánaða, eða um 0,10 prósent, en hann hafi aftur á móti hækkað um 0,9 prósent. Líkt og í október hafi framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu verið nokkuð. Það skýrist af því að í október og nóvember í fyrra hafi reiknuð húsaleiga hækkað um rúm tvö prósent í hvorum mánuði fyrir sig. „Þótt reiknuð húsaleiga hafi hækkað meira en við spáðum nú í nóvember hækkaði hún mun minna en í sama mánuði í fyrra, eða um 0,9% á milli mánaða, og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.“ Frá því í september hafi verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og þar af megi skýra 0,5 prósentustig af lækkuninni með lægri reiknaðri húsaleigu. Verðbólga án húsnæðis hafi enda einungis lækkað um 0,1 prósentustig, eða úr 2,8 prósent í september í 2,7 prósent nú í nóvember. Reiknaða húsaleigan illfyrirsjáanleg Þegar horft er á mánaðarbreytingu vísitölunnar eina og sér sé það hækkun á reiknaðri húsaleigu sem komi mest á óvart. Deildin hafi spáð 0,1 prósent lækkun á milli mánaða en hún hafi hækkað um 0,9 prósent. Leiguverð nýrra samninga á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað tvo mánuði í röð, í ágúst og september, en hækkað aftur í október og þá um 1,8 prósent, samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mæli breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mæli, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Enn séu ekki komnar mjög margar mælingar með nýrri aðferð Hagstofunnar og erfitt hafi því reynst að finna hvað hefur mest áhrif á þróun þessa liðar. Fargjöldin höfðu mest áhrif til lækkunar Hér að neðan má sjá graf frá greiningardeildinni byggt á gögnum Hagstofu Íslands, sem sýnir samsetningu verðbólgunnar. Helstu liðir vísitölunnar: Flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna til lækkunar, en liðurinn lækkaði um 11,7% á milli mánaða (-0,23% áhrif). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% á milli mánaða (+0,17% áhrif). Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði lítillega á milli mánaða, um 0,04% (-0,01% áhrif). Föt og skór lækkuðu á milli mánaða, um 0,27% (-0,01% áhrif). Húsnæði án reiknaðrar leigu hækkaði um 1,0%, (+0,10% áhrif) sem skýrist mest af hækkun á greiddri húsaleigu en einnig af hækkun á rafmagnsverði. Raunstýrivextir lægri en fyrir síðustu vaxtaákvörðun Í grein deildarinnar segir að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Verðbólgan hafi svo aðeins hjaðnað um 0,3 prósentustig í nóvember, en ekki 0,6 prósentustig eins og deildin vænti. Þvert á væntingar séu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu því örlítið lægri nú en þeir voru fyrir vaxtaákvörðunina, og taumhaldið því veikara á þann mælikvarða. Á kynningarfundi nefndarinnar eftir síðustu vaxtaákvörðun hafi mátt greina að nefndinni þætti stafa minni hætta af hertu taumhaldi en lausara. Næsta vaxtaákvörðun sé ekki áætluð fyrr en 5. febrúar og því stýrist taumhaldið næstu mánuði af þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntinga. 4 en ekki 3,5 prósent verðbólga í febrúar Loks segir að greiningardeildin geri nú ráð fyrir því að vísitalan hækki um 0,23 prósent í desember, lækki um 0,26 prósent í janúar og hækki síðan um 0,85 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,6 prósent í desember, 4,5 prósent í janúar og 4,0 prósent í febrúar. Spáin sé nokkuð hærri en síðasta spá sem deildin birti í verðkönnunarvikunni, en þá hafi hún spáð 4,3 prósent í desember, 4,1 prósent í janúar og 3,5 prósent í febrúar. Munurinn milli spáa skýrist helst af tvennu. Annars vegar hækki spáin til næstu þriggja mánaða vegna þess að nóvembertalan hafi verið hærri en deildin vænti og hins vegar geri deildin nú ráð fyrir meiri hækkunum á reiknaðri húsaleigu en áður. „ Eins og fram hefur komið er ekki komin mikil reynsla á mælingar Hagstofunnar á reiknaðri húsaleigu og því vandasamt að spá fyrir um þann lið.“ Efnahagsmál Landsbankinn Verðlag Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Í tilkynningu á vef Hagstofunnar í morgun segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent. Húsnæðið minnkað verðbólgu mest Í grein greiningardeildar Landsbankans á vef bankans segir að deildin hafi spáð 0,13 prósent lækkun á milli mánaða og 4,5 prósenta verðbólgu. Flestir liðir hafi verið í samræmi við spá deildarinnar, fyrir utan reiknaða húsaleigu. Deildin hafi spáð því að liðurinn myndi lækka lítillega á milli mánaða, eða um 0,10 prósent, en hann hafi aftur á móti hækkað um 0,9 prósent. Líkt og í október hafi framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu verið nokkuð. Það skýrist af því að í október og nóvember í fyrra hafi reiknuð húsaleiga hækkað um rúm tvö prósent í hvorum mánuði fyrir sig. „Þótt reiknuð húsaleiga hafi hækkað meira en við spáðum nú í nóvember hækkaði hún mun minna en í sama mánuði í fyrra, eða um 0,9% á milli mánaða, og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.“ Frá því í september hafi verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og þar af megi skýra 0,5 prósentustig af lækkuninni með lægri reiknaðri húsaleigu. Verðbólga án húsnæðis hafi enda einungis lækkað um 0,1 prósentustig, eða úr 2,8 prósent í september í 2,7 prósent nú í nóvember. Reiknaða húsaleigan illfyrirsjáanleg Þegar horft er á mánaðarbreytingu vísitölunnar eina og sér sé það hækkun á reiknaðri húsaleigu sem komi mest á óvart. Deildin hafi spáð 0,1 prósent lækkun á milli mánaða en hún hafi hækkað um 0,9 prósent. Leiguverð nýrra samninga á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað tvo mánuði í röð, í ágúst og september, en hækkað aftur í október og þá um 1,8 prósent, samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mæli breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mæli, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Enn séu ekki komnar mjög margar mælingar með nýrri aðferð Hagstofunnar og erfitt hafi því reynst að finna hvað hefur mest áhrif á þróun þessa liðar. Fargjöldin höfðu mest áhrif til lækkunar Hér að neðan má sjá graf frá greiningardeildinni byggt á gögnum Hagstofu Íslands, sem sýnir samsetningu verðbólgunnar. Helstu liðir vísitölunnar: Flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna til lækkunar, en liðurinn lækkaði um 11,7% á milli mánaða (-0,23% áhrif). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% á milli mánaða (+0,17% áhrif). Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði lítillega á milli mánaða, um 0,04% (-0,01% áhrif). Föt og skór lækkuðu á milli mánaða, um 0,27% (-0,01% áhrif). Húsnæði án reiknaðrar leigu hækkaði um 1,0%, (+0,10% áhrif) sem skýrist mest af hækkun á greiddri húsaleigu en einnig af hækkun á rafmagnsverði. Raunstýrivextir lægri en fyrir síðustu vaxtaákvörðun Í grein deildarinnar segir að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Verðbólgan hafi svo aðeins hjaðnað um 0,3 prósentustig í nóvember, en ekki 0,6 prósentustig eins og deildin vænti. Þvert á væntingar séu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu því örlítið lægri nú en þeir voru fyrir vaxtaákvörðunina, og taumhaldið því veikara á þann mælikvarða. Á kynningarfundi nefndarinnar eftir síðustu vaxtaákvörðun hafi mátt greina að nefndinni þætti stafa minni hætta af hertu taumhaldi en lausara. Næsta vaxtaákvörðun sé ekki áætluð fyrr en 5. febrúar og því stýrist taumhaldið næstu mánuði af þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntinga. 4 en ekki 3,5 prósent verðbólga í febrúar Loks segir að greiningardeildin geri nú ráð fyrir því að vísitalan hækki um 0,23 prósent í desember, lækki um 0,26 prósent í janúar og hækki síðan um 0,85 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,6 prósent í desember, 4,5 prósent í janúar og 4,0 prósent í febrúar. Spáin sé nokkuð hærri en síðasta spá sem deildin birti í verðkönnunarvikunni, en þá hafi hún spáð 4,3 prósent í desember, 4,1 prósent í janúar og 3,5 prósent í febrúar. Munurinn milli spáa skýrist helst af tvennu. Annars vegar hækki spáin til næstu þriggja mánaða vegna þess að nóvembertalan hafi verið hærri en deildin vænti og hins vegar geri deildin nú ráð fyrir meiri hækkunum á reiknaðri húsaleigu en áður. „ Eins og fram hefur komið er ekki komin mikil reynsla á mælingar Hagstofunnar á reiknaðri húsaleigu og því vandasamt að spá fyrir um þann lið.“
Efnahagsmál Landsbankinn Verðlag Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira