„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 20:13 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Maður finnur að fólk vill breytingar. Það er skýlaus krafa um samheldna ríkisstjórn. Þetta eru náttúrulega frábærar tölur. Við erum auðvitað afar þakklát. Liðið er bara samheldið, það eru engin vandræði og fullt af reynslu og þekkingu og bara gleði. Ég er samt keppnismanneskja, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Það eru tíu mínútur eftir af seinni hálfleik.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir, formaður Viðreisnar, í kappræðum flokksleiðtoganna sem standa nú yfir í opinni dagskrá á Stöð 2. Þátturinn er umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Heimir hóf kvöldið á því að inna leiðtoga flokkanna eftir viðbrögðum við nýrri könnun Maskínu sem kom út í dag. Viðreisn hefur tekið gífurlegt stökk í yfirstandandi kosningabaráttu síðan að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni og bauð til kosninga 13. október. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent fylgi. Þorgerður segir kosningabaráttuna þá skemmtilegustu sem hún hefur tekið þátt í. Hún sé himinlifandi. Ríkisstjórnin leiðinlegust við sjálfa sig Framsóknarflokkurinn bætti við fylgi sitt um tvö prósent í könnunni en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir allt vera á uppleið og að kjósendur greinilega taki flokknum betur og betur eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Það eru margir orðnir leiðir á þeirri ríkisstjórn sem var kannski hvað leiðinlegust við sjálfa sig.“ Sigurður setti sjálfan sig í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og vék þar með fyrir Höllu Hrund Logadóttur, fyrrverandi orkumálastjóra, sem tók við oddvitasætinu. Spurður hvort hann sé vongóður um að ná inn þrátt fyrir að hafa mælst út af þingi undanfarnar vikur segir hann: „Já ég lagði mig sjálfan undir í það. Mér fannst mikilvægt að við sýndum fram á að við værum tilbúin að leggja okkar verk í dóm kjósenda og ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ Sósíalistar séu á leiðinni á þing Vinstri grænir mælast enn út af þingi eða undir svo kölluðum fimm prósent þröskuldinum. Flokkurinn mælist nú með 3,7 prósent fylgi og hefur verið nánast botnfrosinn í baráttunni. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist vongóð þó að flokkurinn mælist út af þingi eins og sakir standa . Hún bendir á að margir bíði með að taka ákvörðun alveg fram á lokastundu og sumir geri jafnvel ekki upp hug sinn í kjörklefanum. Sanna Magdalena, leiðtogi Sósíalistaflokksins, segir fylgi flokksins í skoðanakönnunum vera skýrt ákall um breytingar. Flokkurinn hefur verið að mælast við og yfir fimm prósent þröskuldinn. Hún segir flokkinn vera öfluga hreyfingu og þakkar fyrir það að vera með öfluga félaga með sér í liði. Skilaboðum flokksins sé vel tekið og flokkurinn á leiðinni á þing. „Tími kraftaverkanna er ekki liðinn“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,1 prósent fylgi en Arnar Þór Jónsson, formaður flokksins, segir það hafa verið þess virði að bjóða fram í þingkosningunum sama hvort að flokkurinn nái inn á þing eða ekki. Almenningur muni vakna gagnvart skilaboðum flokksins þó hann geri það mögulega ekki fyrir þessar kosningar. „Tími kraftaverkanna er ekki liðinn og ég vil trúa því að guð sé með okkur í liði,“ segir hann og kveðst enn vongóður. Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, leiðtogi Pírata.vísir/vilhelm „Ég á engan hatt“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður að hann muni ekki borða hattinn sinn þó að flokkurinn fái ekki 20 prósenta fylgi upp úr kjörkössunum á laugardaginn eins og hann vonast til. „Ég á engan hatt,“ segir hann og tekur fram að hann trúi því að flokkurinn fari yfir 20 prósent þrátt fyrir að hann mælist með 14,5 prósent fylgi í nýjustu könnun. „Ef það er eitthvað sem ég er góður í þá er það að vinna skoðanakannanir,“ segir hann og bætir við að kannanir skipti ekki máli því baráttan heldur áfram á morgun. vísir/vilhelm Fylgi Miðflokksins hefur dalað undanfarið miðað við sterka byrjun í kosningabaráttunni en flokkurinn mælist þó með 11,6 prósent fylgi og því með tvöfalt meira fylgi en í síðustu alþingiskosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki getað kvartað. Hann segir það lykilmál að flokkurinn hljóti meira fylgi. Án sterkrar stöðu flokksins stefni allt í ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingarinnar og fleiri flokka sem myndi líkjast borgarstjórn í Reykjavík. Flokkurinn sem er að vinna vinnuna sína Flokkur fólksins hefur sótt í sig þó nokkuð fylgi síðustu daga og mælist nú með 10,8 prósent fylgi. Inga Sæland, formaður flokksins segist afar þakklát fyrir fylgið. Flokkurinn sé að hljóta hlýju frá kjósendum vegna góðra starfa flokksins á þingi síðustu ár. „Við erum sá flokkur sem er einmitt í vinnunni,“ segir hún. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, leiðtogi Pírata, fagnar því að flokkurinn sé nú að mælast yfir fimm prósent fylgi. „Já við höfum verið inn og út og þetta hefur verið ákveðinn rússíbani,“ segir hún og tekur fram að hún finni fyrir mikilli stemmningu fyrir því að ríkisstjórn verði mynduð með Pírötum. Mikilvægt sé að flokkurinn verði í stjórn til að standa vörð um náttúruna stemma stigu gegn spillingu. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir, formaður Viðreisnar, í kappræðum flokksleiðtoganna sem standa nú yfir í opinni dagskrá á Stöð 2. Þátturinn er umsjón Heimis Más Péturssonar og Elísabetar Ingu Sigurðardóttur. Heimir hóf kvöldið á því að inna leiðtoga flokkanna eftir viðbrögðum við nýrri könnun Maskínu sem kom út í dag. Viðreisn hefur tekið gífurlegt stökk í yfirstandandi kosningabaráttu síðan að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni og bauð til kosninga 13. október. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent fylgi. Þorgerður segir kosningabaráttuna þá skemmtilegustu sem hún hefur tekið þátt í. Hún sé himinlifandi. Ríkisstjórnin leiðinlegust við sjálfa sig Framsóknarflokkurinn bætti við fylgi sitt um tvö prósent í könnunni en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir allt vera á uppleið og að kjósendur greinilega taki flokknum betur og betur eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Það eru margir orðnir leiðir á þeirri ríkisstjórn sem var kannski hvað leiðinlegust við sjálfa sig.“ Sigurður setti sjálfan sig í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og vék þar með fyrir Höllu Hrund Logadóttur, fyrrverandi orkumálastjóra, sem tók við oddvitasætinu. Spurður hvort hann sé vongóður um að ná inn þrátt fyrir að hafa mælst út af þingi undanfarnar vikur segir hann: „Já ég lagði mig sjálfan undir í það. Mér fannst mikilvægt að við sýndum fram á að við værum tilbúin að leggja okkar verk í dóm kjósenda og ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ Sósíalistar séu á leiðinni á þing Vinstri grænir mælast enn út af þingi eða undir svo kölluðum fimm prósent þröskuldinum. Flokkurinn mælist nú með 3,7 prósent fylgi og hefur verið nánast botnfrosinn í baráttunni. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist vongóð þó að flokkurinn mælist út af þingi eins og sakir standa . Hún bendir á að margir bíði með að taka ákvörðun alveg fram á lokastundu og sumir geri jafnvel ekki upp hug sinn í kjörklefanum. Sanna Magdalena, leiðtogi Sósíalistaflokksins, segir fylgi flokksins í skoðanakönnunum vera skýrt ákall um breytingar. Flokkurinn hefur verið að mælast við og yfir fimm prósent þröskuldinn. Hún segir flokkinn vera öfluga hreyfingu og þakkar fyrir það að vera með öfluga félaga með sér í liði. Skilaboðum flokksins sé vel tekið og flokkurinn á leiðinni á þing. „Tími kraftaverkanna er ekki liðinn“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,1 prósent fylgi en Arnar Þór Jónsson, formaður flokksins, segir það hafa verið þess virði að bjóða fram í þingkosningunum sama hvort að flokkurinn nái inn á þing eða ekki. Almenningur muni vakna gagnvart skilaboðum flokksins þó hann geri það mögulega ekki fyrir þessar kosningar. „Tími kraftaverkanna er ekki liðinn og ég vil trúa því að guð sé með okkur í liði,“ segir hann og kveðst enn vongóður. Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, leiðtogi Pírata.vísir/vilhelm „Ég á engan hatt“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður að hann muni ekki borða hattinn sinn þó að flokkurinn fái ekki 20 prósenta fylgi upp úr kjörkössunum á laugardaginn eins og hann vonast til. „Ég á engan hatt,“ segir hann og tekur fram að hann trúi því að flokkurinn fari yfir 20 prósent þrátt fyrir að hann mælist með 14,5 prósent fylgi í nýjustu könnun. „Ef það er eitthvað sem ég er góður í þá er það að vinna skoðanakannanir,“ segir hann og bætir við að kannanir skipti ekki máli því baráttan heldur áfram á morgun. vísir/vilhelm Fylgi Miðflokksins hefur dalað undanfarið miðað við sterka byrjun í kosningabaráttunni en flokkurinn mælist þó með 11,6 prósent fylgi og því með tvöfalt meira fylgi en í síðustu alþingiskosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki getað kvartað. Hann segir það lykilmál að flokkurinn hljóti meira fylgi. Án sterkrar stöðu flokksins stefni allt í ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingarinnar og fleiri flokka sem myndi líkjast borgarstjórn í Reykjavík. Flokkurinn sem er að vinna vinnuna sína Flokkur fólksins hefur sótt í sig þó nokkuð fylgi síðustu daga og mælist nú með 10,8 prósent fylgi. Inga Sæland, formaður flokksins segist afar þakklát fyrir fylgið. Flokkurinn sé að hljóta hlýju frá kjósendum vegna góðra starfa flokksins á þingi síðustu ár. „Við erum sá flokkur sem er einmitt í vinnunni,“ segir hún. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, leiðtogi Pírata, fagnar því að flokkurinn sé nú að mælast yfir fimm prósent fylgi. „Já við höfum verið inn og út og þetta hefur verið ákveðinn rússíbani,“ segir hún og tekur fram að hún finni fyrir mikilli stemmningu fyrir því að ríkisstjórn verði mynduð með Pírötum. Mikilvægt sé að flokkurinn verði í stjórn til að standa vörð um náttúruna stemma stigu gegn spillingu.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira