Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:46 Cole Campbell í leik með aðalliði Dortmund á þessu tímabili. Hann hefur spilað í Meistaradeildinni. Getty/Stuart Franklin Goal í Bandaríkjunum fjallar um hinn bandaríska-íslenska William Cole Campbell og býst við miklu af stráknum í framtíðinni. Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_) Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_)
Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira