Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:52 Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Jól Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun