„Við vorum bara klaufar“ Hinrik Wöhler skrifar 29. nóvember 2024 22:00 Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram glutruðu niður fimm marka forystu í síðari hálfleik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. „Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Sjá meira
„Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Sjá meira