Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Pep Guardiola hefur gert Manchester City að enskum meisturum á fjórum tímabilum í röð. Núna á liðið á hættu að missa Liverpool ellefu stigum frá sér en geta líka minnkað forskotið í fimm stig. Getty/Alex Livesey Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér. Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira