Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 00:59 Þorsteinn Pálsson, Páll Magnússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáðu í spilin. Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“ Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira