Nú reynir á konurnar þrjár Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:13 Að mati Ólínu munu ýmsir reyna að rugla í pottinum með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum enn á ný til valda en þá reyni á konurnar þrjár sem eru sigurvegarar kosninganna. vísir/vilhelm Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. „Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“ Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“
Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira