Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:11 Kristinn Hrafnsson telur „Valkyrkjustjórnina“ vera augljósan kost í stöðunni. vísir/vilhelm Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er einn þeirra sem býður upp á greiningu á stöðu mála nú að loknum kosningum. Hann segir Kristrúnu Frost Taylor Swift kosninganna. „Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05