Albert Guðmundsson var mættur aftir í leikmannahóp Fiorentina eftir um sex vikna löng meiðsli. Hann var á varamannabekk liðsins í leik dagsins.
Leikurinn var aðeins rúmlega 15 mínútna gamall þegar gera þurfti hlé á honum. Edoardo Bove, 22 ára gamall leikmaður Fiorentina, hafði þá hnigið til jarðar.
Strax var ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. Leikmenn beggja liða hópuðust í kringum Bove og kölluðu á sjúkrateymi liðanna. Bove var að lokum borinn af velli og fluttur með sjúkrabíl á næsta sjúkrahús. Eðli málsins samkvæmt var ákveðið að fresta leik Fiorentina og Inter um óákveðinn tíma.
Samkvæmt heimildum Sky Sports á Ítalíu er Bove þó kominn aftur til meðvitundar og farinn að stýra öndun sinni sjálfur.
Fiorentina's Edoardo Bove was taken off the pitch in an ambulance after collapsing during their match against Inter Milan.
— B/R Football (@brfootball) December 1, 2024
He is breathing on his own and has regained consciousness, report Sky Sport Italia.
The game was abandoned. pic.twitter.com/OcbvqBAO0r