Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 10:54 Steina Árnadóttir við upphaf aðalmeðferðar málsins í maí í fyrra. vísir/vilhelm Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hefur enn ekki verið birtur. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Ákæruvaldið fór fram á að Steina yrði sakfelld fyrir manndráp og gerð refsing en til vara að hún yrði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Dagmar Ösp segir ákvörðun um mögulega áfrýjun málsins vera í höndum Ríkissaksóknara og að hún vilji ekki úttala sig um það hvort henni þyki niðurstaða dómsins rétt. Hellti drykk upp í konuna svo hún lést Þessi niðurstaða er sú önnur í málinu en Steina var upphaflega sýknuð í héraði af ákæru um að hafa valdið dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Hún var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hún hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Fengu ekki færi á að fjalla um manndráp af gáleysi Í úrskurði Landsréttar í málinu kom fram að ef héraðsdómur teldi vafa leika á því að Steina hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi, svo að fullnægt væri huglægum refsiskilyrðum 211. greinar almennra hegningarlaga, hefði dóminum borið að gefa sakflytjendum færi á að flytja málið út frá því hvort heimfæra mætti ætlað brot hennar undir 2. mgr. 218. gr. laganna, ellegar 215. gr. þeirra. Það hefði ekki verið gert og yrði ekki leyst úr því fyrir Landsrétti hvort málið yrði dæmt eftir öðrum refsiákvæðum en í ákæru greindi, enda myndi slík úrlausn ekki fela í sér endurskoðun á niðurstöðu héraðsdóms. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur án kröfu og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hefur enn ekki verið birtur. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Ákæruvaldið fór fram á að Steina yrði sakfelld fyrir manndráp og gerð refsing en til vara að hún yrði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Dagmar Ösp segir ákvörðun um mögulega áfrýjun málsins vera í höndum Ríkissaksóknara og að hún vilji ekki úttala sig um það hvort henni þyki niðurstaða dómsins rétt. Hellti drykk upp í konuna svo hún lést Þessi niðurstaða er sú önnur í málinu en Steina var upphaflega sýknuð í héraði af ákæru um að hafa valdið dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Hún var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hún hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Fengu ekki færi á að fjalla um manndráp af gáleysi Í úrskurði Landsréttar í málinu kom fram að ef héraðsdómur teldi vafa leika á því að Steina hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi, svo að fullnægt væri huglægum refsiskilyrðum 211. greinar almennra hegningarlaga, hefði dóminum borið að gefa sakflytjendum færi á að flytja málið út frá því hvort heimfæra mætti ætlað brot hennar undir 2. mgr. 218. gr. laganna, ellegar 215. gr. þeirra. Það hefði ekki verið gert og yrði ekki leyst úr því fyrir Landsrétti hvort málið yrði dæmt eftir öðrum refsiákvæðum en í ákæru greindi, enda myndi slík úrlausn ekki fela í sér endurskoðun á niðurstöðu héraðsdóms. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur án kröfu og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm
Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34
Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10
Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01
Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52