Harold með ólæknandi krabbamein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 13:41 Ian Smith ásamt kollega sínum Stefan Dennis sem fer með hlutverk Paul Robinson í meintum lokaþætti Nágranna árið 2022. Sam Tabone/Getty Images Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar. Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar.
Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira