Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2024 09:04 Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar