Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 22:41 Walesverjar fögnuðu ákaft á Írlandi í kvöld eftir að hafa í fyrsta sinn tryggt sér sæti á EM. Getty/Tim Clayton Nú er ljóst hvaða fimmtán lið verða með Íslandi í drættinum fyrir EM kvenna í fótbolta, en dregið verður í riðla 16. desember. Sjö síðustu þjóðirnar tryggðu sér EM-farseðil í kvöld. Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales. EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira