Sex hafa ekkert spilað á EM Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Fótbolti 10.7.2025 11:02
Síðasti séns á að vinna milljónir Þó að ekki sé lengur að neinu að keppa fyrir Ísland varðandi það að komast lengra á EM kvenna í fótbolta þá myndi sigur gegn Noregi í kvöld engu að síður skila verðlaunafé í hús. Fótbolti 10.7.2025 09:01
Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Emma Snerle var einstaklega óheppin í öðrum leik danska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss þegar liðsfélagi skaut hana niður. Fótbolti 10.7.2025 08:21
Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ætlar að gera einhverjar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum á móti Noregi á Evrópumótinu á morgun. Hann sagði þó á blaðamannafundi í dag að þær verða ekki margar. Fótbolti 9. júlí 2025 10:56
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Íslenska kvennlandsliðið mætir Noregi annað kvöld í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Blaðamannafundur fyrir leikinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Fótbolti 9. júlí 2025 10:19
Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Fótbolti 9. júlí 2025 10:02
„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ „Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 9. júlí 2025 09:30
„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Fótbolti 9. júlí 2025 07:32
Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Fótbolti 8. júlí 2025 18:57
Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Svíþjóð tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld þegar liðið lagði Pólland nokkuð þægilega 3-0. Fótbolti 8. júlí 2025 18:32
EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Þeir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson eru enn staddir í Sviss að elta íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Liðið á einn leik eftir í riðlinum gegn Norðmönnum en Ísland er á botninum í riðlinum án stiga. Fótbolti 8. júlí 2025 16:00
Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sviss með sigri á Dönum. Danir eru án stiga í riðlinum og þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum til að eiga einhvern snefil af möguleika til að komast áfram. Fótbolti 8. júlí 2025 15:31
Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Kvennalandslið Wales lenti í rútuslysi á leið til æfingar á EM í Sviss í dag. Leikmenn liðsins eru sagðir í heilu lagi en æfingunni var aflýst. Fótbolti 8. júlí 2025 15:23
„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Fótbolti 8. júlí 2025 12:30
Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir leikmenn og þjálfara hafa skyldum að gegna í síðasta leiknum á EM gegn Noregi. Skyldum sem tengjast landsliðinu og stuðningsmönnum þess. Fótbolti 8. júlí 2025 11:03
Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari belgíska landsliðsins, var með sérstaka íslenska stuðningssveit í stúkunni í leiknum á móti heimsmeisturum Spánar í Thun í gær. Fótbolti 8. júlí 2025 10:00
„Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Belgíu, var ánægð með sína konur þrátt fyrir 6-2 tap á móti heimsmeisturum Spánverja á Evrópumótinu í Sviss í gær. Jafntefli í hinum leik riðilsins þýðir að belgíska liðið er úr leik fyrir lokaumferðina alveg eins og íslensku stelpurnar. Fótbolti 8. júlí 2025 08:30
Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Fótbolti 8. júlí 2025 08:02
Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. Fótbolti 7. júlí 2025 22:03
Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Portúgal hleypti öllu upp í háaloft í B-riðli Evrópumótsins í kvöld þegar liðið kreysti fram 1-1 jafntefli gegn Ítalíu. Fótbolti 7. júlí 2025 21:06
Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Heimsmeistarar Spánar byrja Evrópumótið í Sviss með miklum látum en í dag voru það belgísku stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur sem urðu undir spænsku eimreiðinni þar sem Spánverjar skoruðu sex mörk. Fótbolti 7. júlí 2025 17:55
Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Fótbolti 7. júlí 2025 16:01
Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er ekkert að spá í framtíð sína í starfi eftir vonbrigði á vonbrigði ofan á EM í Sviss. Hann mun setjast niður með forráðamönnum KSÍ eftir mót. Fótbolti 7. júlí 2025 13:18
Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Fótbolti 7. júlí 2025 12:33