Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar 4. desember 2024 09:33 Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Evrópusambandið Sæstrengir Andrés Pétursson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun