Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Remco Evenepoel brotnaði á mörgum stöðum í árekstrinum við póstbílinn. Getty/Sara Cavallini Belgíski Ólympíumeistarinn Remco Evenepoel átti ekki góðan æfingadag í gær og það er ljóst að frábært ár hans endar afar illa. Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024 Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira