Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Í dag eru þær Kristín og Sigrún orðnar perluvinkonur. Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir, en eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið hefur sinnt af alúð í aldarfjórðung er svokallað Heimsóknavinaverkefni, en þar taka sjálfboðaliðar að sér að heimsækja fólk sem er í þörf fyrir félagsskap, nærveru og hlýju. Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Sjá meira
Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Sjá meira