Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 12:31 Leikmenn Manchester United fyrir leik á síðasta tímabili í svipuðum jakka og er nú ljóst að þeir munu ekki klæðast Vísir/Getty Hætt var við að láta leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United klæðast jakka framleiddan af Adidas, til stuðnings baráttu hinsegin fólks, fyrir leik gegn Everton um nýliðna helgi eftir að einn leikmaður liðsins neitaði að taka þátt. Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun í leikmannahópi liðsins. Það er The Athletic sem greinir frá núna í morgun en umræddur leikmaður sem neitaði að klæðast jakkanum var varnarmaðurinn Noussair Mazraoui sem gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi tímabil. Mazraoui sagðist ekki vilja taka þátt í því sem átti að vera sameiginleg stuðningsyfirlýsing leikmanna Manchester United við baráttu hinsegin fólks, sökum þess að hann sé múslimi. Noussair Mazraoui í leik með Manchester UnitedVísir/Getty Undanfarin tvö tímabil hafa leikmenn Manchester United klæðst svipuðum jakka fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Sökum þess að Mazraoui vildi ekki klæðast jakkanum var ákveðið hætta við framtakið svo að marokkóski landsliðsmaðurinn yrði ekki eini leikmaður liðsins til þess að klæðast ekki jakkanum. The Athletic hefur fyrir því heimildir að ekki séu allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að klæðast ekki umræddum jökkum. Í yfirlýsingu sem að Manchester United sendi The Athletic segir að félagið taki vel á móti stuðningsfólki með alls konar bakgrunn. Þar með talið hinsegin fólk og að félagið leggi áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í sínu starfi. Bruno Fernandes með regnbogalitað fyrirliðaband í leiknum gegn Everton um síðastliðna helgiVísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að vera með sýnilegan stuðning við baráttu hinsegin fólks. Meðal annars með regnbogalituðum hornfánum, fyrirliðaböndum sem og skóreimum. Regnbogaborði á Old TraffordVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mazraoui er gagnrýndur fyrir afstöðu sína gegn sýnilegum stuðningi við baráttu hinsegin fólks. Hann var gagnrýndur á sínum tíma sem leikmaður Bayern Munchen og létu stuðningsmenn félagsins útbúa borða þar sem á stóð: „Allir litir eru fallegir. Í Toulouse, Munchen og alls staðar. Sýndu gildum okkar virðingu Mazraoui.“ Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Það er The Athletic sem greinir frá núna í morgun en umræddur leikmaður sem neitaði að klæðast jakkanum var varnarmaðurinn Noussair Mazraoui sem gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi tímabil. Mazraoui sagðist ekki vilja taka þátt í því sem átti að vera sameiginleg stuðningsyfirlýsing leikmanna Manchester United við baráttu hinsegin fólks, sökum þess að hann sé múslimi. Noussair Mazraoui í leik með Manchester UnitedVísir/Getty Undanfarin tvö tímabil hafa leikmenn Manchester United klæðst svipuðum jakka fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Sökum þess að Mazraoui vildi ekki klæðast jakkanum var ákveðið hætta við framtakið svo að marokkóski landsliðsmaðurinn yrði ekki eini leikmaður liðsins til þess að klæðast ekki jakkanum. The Athletic hefur fyrir því heimildir að ekki séu allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að klæðast ekki umræddum jökkum. Í yfirlýsingu sem að Manchester United sendi The Athletic segir að félagið taki vel á móti stuðningsfólki með alls konar bakgrunn. Þar með talið hinsegin fólk og að félagið leggi áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í sínu starfi. Bruno Fernandes með regnbogalitað fyrirliðaband í leiknum gegn Everton um síðastliðna helgiVísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að vera með sýnilegan stuðning við baráttu hinsegin fólks. Meðal annars með regnbogalituðum hornfánum, fyrirliðaböndum sem og skóreimum. Regnbogaborði á Old TraffordVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mazraoui er gagnrýndur fyrir afstöðu sína gegn sýnilegum stuðningi við baráttu hinsegin fólks. Hann var gagnrýndur á sínum tíma sem leikmaður Bayern Munchen og létu stuðningsmenn félagsins útbúa borða þar sem á stóð: „Allir litir eru fallegir. Í Toulouse, Munchen og alls staðar. Sýndu gildum okkar virðingu Mazraoui.“
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira