Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 11:11 Strikað var yfir nafn Höllu Hrundar 192 sinnum en Karl Gauti fékk 146 útstrikanir. Næsti maður á lista fékk rúmlega hundrað færri útstrikanir. Vísir/Ívar/Vilhelm Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15 Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17