Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 08:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, þar sem segir að félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. „Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér.“ Rýri verulega kjör starfsfólks Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi á undanförnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.“ Í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar, þar af tveir sem komi beint að rekstri veitngastaða eigendur eða stjórnarmenn. Ekki komi á óvart að þeir veitingastaðir séu á félagaskrá sveit. Þá sitji dóttir formanns SVEIT, sem skrifaði undir umræddan samning, í varastjórn Virðingar. Ekki er tekið frekar fram hver hún er. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur Virðingar við SVEIT feli í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal: Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00. Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%. Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%. Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður. Réttur til launa í veikindum er skertur. Tafla Eflingar sem sýnir mun á launum starfsfólks milli samnings Eflingar við SA og Virðingar við SVEIT.Efling Munu aðstoða fórnarlömb svikamyllunnar Í tilkynningunni segir að trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnumarkaðnum hafi á þriðjudag farið í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna hafi verið að vara félagsmenn við því að „vera svikin“ af SVEIT og Virðingu. „Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.“ Ung dóttir formanns SVEIT í stjórn Virðingar Samkvæmt vefsíðu SVEIT er stjórn samtakanna skipuð átta manns. Það eru þau Arinbjörn Þórarinsson, Birgir Örn Birgisson, Björn Árnason, Emil Helgi Lárusson, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon og Eyþór Már Halldórsson. Framkvæmdastjóri er Aðalgeir Ásvaldsson. Í tilkynningu frá Eflingu segir þá að Jafet Thor Arnfjörð sé stjórnarformaður Virðingar. Hann sé sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, sem sé helmingseigandi og rekstraraðili að Edinborg Bistro á Ísafirði. Meðstjórnandi sé Jóhann Stefánsson, fyrrverandi eigandi og rekstraraðili Litlu mathallarinnar ehf. á Akureyri, sem reki Slæsuna, Kvikkí og Lemon, auk Maikai. Annar meðstjórnandi sé Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfyrirtækisins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfjelagsins & co. Þá sé Ronja Björk Bjarnadóttir varamaður í stjórn. Hún sé 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttir, eiganda veitingahússins ROK og stjórnarmanns hjá SVEIT. Loks sé Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri virðingar, en hann sitji í trúnaðarráði VR. Uppfært: Fram kom í fréttinni að Hrefna Björk Sverrisdóttir væri formaður SVEIT eins og segir á vefsíðu samtakanna. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á formennsku og nú sé Björn Árnason formaður. Þá kom fram í fréttinni, eftir tilkynningu frá Eflingu, að Kampavínsfjelagið væri í eigu Stefáns Einars Stefánssonar. Stefán Einar stofnaði félagið árið 2020 en eigendaskipti urðu í október síðastliðnum. Það er nú í eigu Jóhönnu sjálfrar, og tveggja annarra. Jóhann Stefánsson er ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar ehf. síðan í febrúar á þessu ári. Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, þar sem segir að félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. „Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér.“ Rýri verulega kjör starfsfólks Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi á undanförnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.“ Í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar, þar af tveir sem komi beint að rekstri veitngastaða eigendur eða stjórnarmenn. Ekki komi á óvart að þeir veitingastaðir séu á félagaskrá sveit. Þá sitji dóttir formanns SVEIT, sem skrifaði undir umræddan samning, í varastjórn Virðingar. Ekki er tekið frekar fram hver hún er. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur Virðingar við SVEIT feli í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal: Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00. Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%. Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%. Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður. Réttur til launa í veikindum er skertur. Tafla Eflingar sem sýnir mun á launum starfsfólks milli samnings Eflingar við SA og Virðingar við SVEIT.Efling Munu aðstoða fórnarlömb svikamyllunnar Í tilkynningunni segir að trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnumarkaðnum hafi á þriðjudag farið í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna hafi verið að vara félagsmenn við því að „vera svikin“ af SVEIT og Virðingu. „Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.“ Ung dóttir formanns SVEIT í stjórn Virðingar Samkvæmt vefsíðu SVEIT er stjórn samtakanna skipuð átta manns. Það eru þau Arinbjörn Þórarinsson, Birgir Örn Birgisson, Björn Árnason, Emil Helgi Lárusson, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon og Eyþór Már Halldórsson. Framkvæmdastjóri er Aðalgeir Ásvaldsson. Í tilkynningu frá Eflingu segir þá að Jafet Thor Arnfjörð sé stjórnarformaður Virðingar. Hann sé sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, sem sé helmingseigandi og rekstraraðili að Edinborg Bistro á Ísafirði. Meðstjórnandi sé Jóhann Stefánsson, fyrrverandi eigandi og rekstraraðili Litlu mathallarinnar ehf. á Akureyri, sem reki Slæsuna, Kvikkí og Lemon, auk Maikai. Annar meðstjórnandi sé Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfyrirtækisins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfjelagsins & co. Þá sé Ronja Björk Bjarnadóttir varamaður í stjórn. Hún sé 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttir, eiganda veitingahússins ROK og stjórnarmanns hjá SVEIT. Loks sé Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri virðingar, en hann sitji í trúnaðarráði VR. Uppfært: Fram kom í fréttinni að Hrefna Björk Sverrisdóttir væri formaður SVEIT eins og segir á vefsíðu samtakanna. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á formennsku og nú sé Björn Árnason formaður. Þá kom fram í fréttinni, eftir tilkynningu frá Eflingu, að Kampavínsfjelagið væri í eigu Stefáns Einars Stefánssonar. Stefán Einar stofnaði félagið árið 2020 en eigendaskipti urðu í október síðastliðnum. Það er nú í eigu Jóhönnu sjálfrar, og tveggja annarra. Jóhann Stefánsson er ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar ehf. síðan í febrúar á þessu ári.
Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira