Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 11:02 Stjörnumenn köstuðu frá sér átta marka forskoti gegn HK en eru enn þremur stigum ofar en HK-ingar, í 7. sæti Olís-deildarinnar. vísir/Diego Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“ Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“
Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira