Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar 5. desember 2024 11:32 Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Í kosningabaráttunni fann Flokkur fólksins fyrir mjög miklum meðbyr og jákvæðni, sem og mikinn vilja til breytinga og nýrra áherslna við stjórn landsins. Í Norðvesturkjördæmi er krafan skýr um jöfn búsetuskilyrði í landinu, atvinnufrelsi sjávarbyggða og áratuga innviðaskuld er enn til staðar. Krafa er að átak verði gert í uppbyggingu grunninnviða og að þeir standist samanburð við höfuðborgarsvæðið. Er þar átt við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, orkumál, menntun og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á málflutningi okkar og þeim forgangsmálum sem flokkurinn berst fyrir og metur vinnu okkar á síðasta kjörtímabili. Einnig því jákvæða hugarfari sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Flokkur fólksins lítur með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Í kosningunum endurnýjaði flokkurinn umboð sitt og með tveim þingmönnum frá Flokki fólksins hefur Norðvesturkjördæmi eignast öfluga málsvara. Við erum þakklát kjósendum kjördæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og við munum vinna eftir fremsta megni. að málefnum kjördæmisins. Flokkur fólksins þakkar traustið. Höfundur var kjörinn 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis í alþingiskosningunum 30. nóvember sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Í kosningabaráttunni fann Flokkur fólksins fyrir mjög miklum meðbyr og jákvæðni, sem og mikinn vilja til breytinga og nýrra áherslna við stjórn landsins. Í Norðvesturkjördæmi er krafan skýr um jöfn búsetuskilyrði í landinu, atvinnufrelsi sjávarbyggða og áratuga innviðaskuld er enn til staðar. Krafa er að átak verði gert í uppbyggingu grunninnviða og að þeir standist samanburð við höfuðborgarsvæðið. Er þar átt við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, orkumál, menntun og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á málflutningi okkar og þeim forgangsmálum sem flokkurinn berst fyrir og metur vinnu okkar á síðasta kjörtímabili. Einnig því jákvæða hugarfari sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Flokkur fólksins lítur með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Í kosningunum endurnýjaði flokkurinn umboð sitt og með tveim þingmönnum frá Flokki fólksins hefur Norðvesturkjördæmi eignast öfluga málsvara. Við erum þakklát kjósendum kjördæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og við munum vinna eftir fremsta megni. að málefnum kjördæmisins. Flokkur fólksins þakkar traustið. Höfundur var kjörinn 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis í alþingiskosningunum 30. nóvember sl.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun