Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 12:08 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira