Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 14:55 Verð á hráefni hefur hækkað um 123 prósent á einu ári að sögn Hinriks Hinrikssonar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“ Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“
Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03