Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 16:10 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“ Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“
Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira