„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 5. desember 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, átti fá svör við góðum leik Mosfellinga í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. „Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti