Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 11:33 Orri Steinn Óskarsson er aðeins tvítugur en var markahæstur Íslands í Þjóðadeildinni í haust með þrjú mörk í sex leikjum. vísir/Hulda Margrét Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira