„Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Aron Guðmundsson skrifar 6. desember 2024 09:31 Vigfús Arnar Jósefsson er njósnari (e.scout) fyrir danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hér á landi Vísir/Bjarni Íslandstenging er danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby mikilvæg. Þess vegna hefur félagið ráðið njósnara hér á landi, Vigfús Arnar Jósefsson. Hann mun benda þeim á og fylgjast með efnilegum og góðum leikmönnum á Íslandi. Vigfús hefur verið sækja nýja þjálfaragráðu hjá KSÍ og hluti af náminu var heimsókn til danska úrvalsdeildarfélagsins og Íslendingaliðs Lyngby. Eftir þá heimsókn kviknaði neisti. „Þar voru menn hjá félaginu með fyrirlestur þar sem að þeir fóru yfir það hvernig þeir leita að leikmönnum og þar kom greinilega mjög sterkt í ljós að íslenski markaðurinn er mjög mikilvægur fyrir þá. Eftir að ég kom aftur heim til Íslands fór ég að hugsa hvort ég gæti mögulega eitthvað aðstoðað þá. Með aðstoð góðra manna komst ég í samband við þá og við ræddum saman. Þá kom einnig í ljós að þeir voru að leita sér að fulltrúa á Íslandi til að koma fram fyrir sína hönd. Þetta passaði mjög vel saman og við náðum mjög vel saman eftir það og ég er bara spenntur fyrir því að hefja störf.“ Vigfús hafði áhuga á því að kynnast atvinnumannaumhverfinu í fótboltanum betur og því féll þetta starf fyrir Lyngby vel við hans plön. „Ég starfaði bæði hjá Leikni og KR sem þjálfari og var hjá fleiri félögum sem leikmaður. Mig langar að kynnast og læra meira út frá þessu atvinnumannaumhverfi. Ég fæ tækifæri til þess hjá Lyngby. Ég mun vera virkur í því að fara út til Danmerkur og heimsækja þá, vera þátttakandi með þjálfarateyminu á æfingum og kynnast þeirra starfi betur. Það er líka eitthvað í þessu fyrir mig og þetta starf mun klárlega líka auka skilning minn á íslenska leikmannamarkaðnum. Þetta er gott samkomulag milli mín og Lyngby. Ég er mjög spenntur.“ Og skildi engan undra að Lyngby vilji halda góðri tengingu við Ísland. Félagið hefur góða reynslu af Íslendingum. Freyr Alexandersson, kunningi Vigfúsar úr Breiðholtinu, vann kraftaverk þar á sínum tíma og þá hafa núverandi sem og fyrrverandi íslenskir leikmenn Lyngby gert sig gildandi. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen „Þeim finnst þessi íslenska tenging mjög mikilvæg. Vilja halda henni og hafa hana sterka. Bæði kom Freyr þarna inn sem þjálfari og gerði mjög góða hluti og það sem að hann gerði hjá félaginu lifir greinilega enn mjög sterkt. Þá hafa íslensku strákarnir sem hafa spilað þarna einnig gert mjög vel. Þeir horfa bara mjög sterkt á þennan íslenska leikmannamarkað sem og íslenska fótbolta samfélagið. Þeir vilja bara vera vel tengdir. Að fólk viti af þeim hér á Íslandi. Danir eru bara ofboðslega hrifnir af vinnuframlaginu og viðhorfinu sem snýr að því að leggja hart að sér hjá Íslendingum. Þetta er risastór sölupunktur fyrir íslenska fótboltamenn. Það er horft í þetta.““ Vigfús og Freyr þekkjast frá fyrri tíð í Breiðholtinu og var Freyr ekki með puttana í þessari ráðningu Lyngby eins og margir myndu kannski halda. „Ég heyrði alveg í honum varðandi þetta þegar að ég var að hugsa um þetta. Hann hjálpaði mér að koma þessu af stað en annars er hann ekkert í þessu. En auðvitað fékk ég aðstoð frá Freysa við þetta. Þekki hann vel frá fyrri tíð. Við erum góðir félagar.“ Andri Lucas Guðjohnsen reyndist Lyngby heldur betur dýrmætur á sínum tímaGetty/Lars Ronbog Tilfinningin er sú að ekki sé algengt að erlend félög séu með njósnara í starfi á Íslandi dag frá degi en metnaður Lyngby felst í því að vera virkir í íslensku fótboltasamfélagi „Ég held að þetta sé ekki algengt á Íslandi. Þeir vilja bara vera mjög virkir í íslensku fótbolta samfélagi, á markaðnum og að fólk viti af þeim. Þeir eru einnig að horfa til þess að geta mögulega farið í samstarf við íslensk félög og eru opnir fyrir öllu. Vilja bara tengjast íslenska fótboltasamfélaginu í heild sinni. En auðvitað skiptir það máli að sjá efnilega og góða fótboltamenn, finna þá. Það er verið að skoða leikmenn í aðallið þeirra og alveg niður í 15 ára liðið. Það er allt undir þar.“ Starfsstöð Vigfúsar verður hér á landi en hvernig sér hann vinnu sína fyrir félagið ganga fyrir sig. „Við erum með ákveðið vinnuflæði í huga. Tölum um svokallað skuggalið (e.shadow team). Ég verð sem sagt með nokkur skuggalið í gangi og er með ákveðna leikmenn til að fylgjast með. Auðvitað frétta þeir úti svo af einhverjum leikmönnum í gegnum umboðsmenn og annað. Ég fer þá í að hjálpa þeim að finna upplýsingar um þá leikmenn. Tölfræði er orðin risastór í fótboltanum og maður getur fundið tölfræði yfir alls konar hluti en hún segir ekki alla söguna. Hún segir ekkert um persónueiginleika leikmanns til dæmis. Þá er gott að hafa einhvern sem er tengdur nær leikmönnunum og getur fengið ýmsar upplýsingar. Við erum með þetta vinnuflæði, þessi skuggalið og ég er að fylgjast með leikmönnum. Ég mun vera mjög virkur í því að mæta á unglingalandsliðsæfingar sem og aðrar landsliðsæfingar. Ég mun mæta á leiki hjá liðum og fylgjast með. Horfa á fullt af fótbolta og meta leikmenn. Það er algjör snilld.“ Danski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Vigfús hefur verið sækja nýja þjálfaragráðu hjá KSÍ og hluti af náminu var heimsókn til danska úrvalsdeildarfélagsins og Íslendingaliðs Lyngby. Eftir þá heimsókn kviknaði neisti. „Þar voru menn hjá félaginu með fyrirlestur þar sem að þeir fóru yfir það hvernig þeir leita að leikmönnum og þar kom greinilega mjög sterkt í ljós að íslenski markaðurinn er mjög mikilvægur fyrir þá. Eftir að ég kom aftur heim til Íslands fór ég að hugsa hvort ég gæti mögulega eitthvað aðstoðað þá. Með aðstoð góðra manna komst ég í samband við þá og við ræddum saman. Þá kom einnig í ljós að þeir voru að leita sér að fulltrúa á Íslandi til að koma fram fyrir sína hönd. Þetta passaði mjög vel saman og við náðum mjög vel saman eftir það og ég er bara spenntur fyrir því að hefja störf.“ Vigfús hafði áhuga á því að kynnast atvinnumannaumhverfinu í fótboltanum betur og því féll þetta starf fyrir Lyngby vel við hans plön. „Ég starfaði bæði hjá Leikni og KR sem þjálfari og var hjá fleiri félögum sem leikmaður. Mig langar að kynnast og læra meira út frá þessu atvinnumannaumhverfi. Ég fæ tækifæri til þess hjá Lyngby. Ég mun vera virkur í því að fara út til Danmerkur og heimsækja þá, vera þátttakandi með þjálfarateyminu á æfingum og kynnast þeirra starfi betur. Það er líka eitthvað í þessu fyrir mig og þetta starf mun klárlega líka auka skilning minn á íslenska leikmannamarkaðnum. Þetta er gott samkomulag milli mín og Lyngby. Ég er mjög spenntur.“ Og skildi engan undra að Lyngby vilji halda góðri tengingu við Ísland. Félagið hefur góða reynslu af Íslendingum. Freyr Alexandersson, kunningi Vigfúsar úr Breiðholtinu, vann kraftaverk þar á sínum tíma og þá hafa núverandi sem og fyrrverandi íslenskir leikmenn Lyngby gert sig gildandi. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen „Þeim finnst þessi íslenska tenging mjög mikilvæg. Vilja halda henni og hafa hana sterka. Bæði kom Freyr þarna inn sem þjálfari og gerði mjög góða hluti og það sem að hann gerði hjá félaginu lifir greinilega enn mjög sterkt. Þá hafa íslensku strákarnir sem hafa spilað þarna einnig gert mjög vel. Þeir horfa bara mjög sterkt á þennan íslenska leikmannamarkað sem og íslenska fótbolta samfélagið. Þeir vilja bara vera vel tengdir. Að fólk viti af þeim hér á Íslandi. Danir eru bara ofboðslega hrifnir af vinnuframlaginu og viðhorfinu sem snýr að því að leggja hart að sér hjá Íslendingum. Þetta er risastór sölupunktur fyrir íslenska fótboltamenn. Það er horft í þetta.““ Vigfús og Freyr þekkjast frá fyrri tíð í Breiðholtinu og var Freyr ekki með puttana í þessari ráðningu Lyngby eins og margir myndu kannski halda. „Ég heyrði alveg í honum varðandi þetta þegar að ég var að hugsa um þetta. Hann hjálpaði mér að koma þessu af stað en annars er hann ekkert í þessu. En auðvitað fékk ég aðstoð frá Freysa við þetta. Þekki hann vel frá fyrri tíð. Við erum góðir félagar.“ Andri Lucas Guðjohnsen reyndist Lyngby heldur betur dýrmætur á sínum tímaGetty/Lars Ronbog Tilfinningin er sú að ekki sé algengt að erlend félög séu með njósnara í starfi á Íslandi dag frá degi en metnaður Lyngby felst í því að vera virkir í íslensku fótboltasamfélagi „Ég held að þetta sé ekki algengt á Íslandi. Þeir vilja bara vera mjög virkir í íslensku fótbolta samfélagi, á markaðnum og að fólk viti af þeim. Þeir eru einnig að horfa til þess að geta mögulega farið í samstarf við íslensk félög og eru opnir fyrir öllu. Vilja bara tengjast íslenska fótboltasamfélaginu í heild sinni. En auðvitað skiptir það máli að sjá efnilega og góða fótboltamenn, finna þá. Það er verið að skoða leikmenn í aðallið þeirra og alveg niður í 15 ára liðið. Það er allt undir þar.“ Starfsstöð Vigfúsar verður hér á landi en hvernig sér hann vinnu sína fyrir félagið ganga fyrir sig. „Við erum með ákveðið vinnuflæði í huga. Tölum um svokallað skuggalið (e.shadow team). Ég verð sem sagt með nokkur skuggalið í gangi og er með ákveðna leikmenn til að fylgjast með. Auðvitað frétta þeir úti svo af einhverjum leikmönnum í gegnum umboðsmenn og annað. Ég fer þá í að hjálpa þeim að finna upplýsingar um þá leikmenn. Tölfræði er orðin risastór í fótboltanum og maður getur fundið tölfræði yfir alls konar hluti en hún segir ekki alla söguna. Hún segir ekkert um persónueiginleika leikmanns til dæmis. Þá er gott að hafa einhvern sem er tengdur nær leikmönnunum og getur fengið ýmsar upplýsingar. Við erum með þetta vinnuflæði, þessi skuggalið og ég er að fylgjast með leikmönnum. Ég mun vera mjög virkur í því að mæta á unglingalandsliðsæfingar sem og aðrar landsliðsæfingar. Ég mun mæta á leiki hjá liðum og fylgjast með. Horfa á fullt af fótbolta og meta leikmenn. Það er algjör snilld.“
Danski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira