Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2024 13:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eru öll sátt við ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis-og matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira