Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar 7. desember 2024 12:31 Við erum fremst í heiminum í því að veita Nonna og Gunnu norm forvarnir en ekki Lúlla og Lúllu lúser! Það fer fátt meira í taugarnar á mér eins og þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir og sér í lagi þegar við erum að tala um forvarnir fyrir ungmenni í afbrotum. Afbrot ungmenna hafa verið töluvert í umræðunni á þessu ári og afbrot almennt í samfélaginu eins og það hvort skipulögðum glæpasamtökum hafi tekist að skjóta niður rótum hér á landi. Hvort það eigi að fullnýta refsirammann eða ekki og sér í lagi þegar það er verið að tala um alvarleg brot eins og ofbeldi. Svo þegar sérfræðingar eru kallaðir til þá eru þeir almennt allir sammála því að það eigi ekki að herða á refsingum og þar er ég hjartanlega sammála en þegar ég heyri að það verði að bæta úr hefðbundnum forvörnum þá fæ ég grænar bólur um allan skrokk og sér í lagi þegar talað er um ofbeldi og ég tala nú ekki um hnífaburð ungmenna. Samfélagsleg lögregla Tískuorðið þessa dagana er samfélagslöggæsla, jú hún er frábær upp að vissu marki en hún er ekki eina svarið og langt frá því. Ég hugsa að það að kenna drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns eða styrkja sterkt atvinnuúrræði eins og Fjölsmiðjuna sé miklu vænlegra til árangurs en að henda fram þeirri skyndilausn að samfélagsleg lögregla sé svarið eða stofna ráð eða nefndir til að finna eina sanna svarið við vandanum. Því hefðbundnar forvarnir duga ekki á „Lúllu og Lúlla lúser“, því get ég lofað ykkur. Ef þær gerðu það værum við búin að uppræta afbrot í samfélaginu nema það sem innflutt er. Hvernig stendur þá á því að við förum þá alltaf fyrst í það að fara í forvarnir fyrir Nonna og Gunnu norm? Ætti púðrið ekki að fara fyrst og fremst í Lúlla og Lúllu lúser sem munu eiga í miklu meiri erfiðleikum með að vera samferða í fjórðu iðnbyltingunni en Nonni og Gunna norm? Samhliða því að vera með forvarnir fyrir Gunnu og Nonna norm, sem ég held að beri ekki á sér hnífa eða beiti ofbeldi, á að höfða til ábyrgðartilfinninga afbrotamanna með fræðslu og hún á að vega þungt þegar verið er að kveða upp dóma yfir þeim, og sér í lagi hjá ungmennum. Ábyrgðin á að vera hjá gerandanum Með öðrum orðum að nota uppbyggilega réttvísi. Tökum sem dæmi stórfellda líkamsárás, jafnvel hnífaárás, og ef það kemur dómur, hvort heldur sem hann er skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn, á alltaf að vera ákvæði um að viðkomandi sæki fræðslu á afplánunartíma. Ef um skilorðsbundinn dóm er um að ræða á hert skilorðseftirlit að sjá til þess að viðkomandi fái fræðslu við hæfi á meðan skilorðstími stendur yfir og það er bara útfærsluatriði hvernig því væri framfylgt. Það þarf litlu sem engu að breyta því þetta rúmast innan 57. gr. almennra hegn. laga og ef það kemur til fangelsisvistar á alltaf restin af dómnum, segjum ef viðkomandi er á ökklabandi eða á Vernd að sækja fræðslu nema að vitsmunir eða siðblinda standi í veginum fyrir því. Getum ekki týnt lyklinum Þannig erum við búin að koma ábyrgðinni alfarið yfir á gerandann og er það ekki það sem við viljum fyrst og fremst því við getum ekki kastað mönnum inn og týnt lyklinum, þeir koma alltaf út í samfélagið að lokum. Ef við erum að tala um betrun þá er fræðsla stór þáttur í því og eins og sagði hér að framan er það útfærsluatriði hvernig á að hrinda því í framkvæmd og skapa hefð fyrir því að dæma til uppbyggilegrar réttvísi. Í raun skiptir engu máli hver brotaflokkurinn er. Tökum ölvunarakstur, þú færð ekki prófið aftur nema hafa lokið ákveðinni fræðslu. Eins og sagði hér að framan er þetta útfærsluatriði. Við eigum líka að nýta þá stoðþjónustu sem er við höndina svo ég taki bara eitt dæmi, heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Forgangsröðum rétt Ef Bretinn hefur getað notað svona vinnubrögð, af hverju ættum við þá ekki að geta það og það ætti að vera auðvelt með allt þetta frábæra fólk sem starfar í stoðþjónustunni okkar? Hins vegar ef menn eru ekki móttækilegir og sýna ekki samvinnu þá á tvímælalaust að fullnýta refsirammann og það á ekki að vera neinn afsláttur í boði á meðan afplánunartími stendur yfir. Hefðbundnar forvarnir duga fyrir Nonna og Gunnu norm en ekki fyrir Lúlla og Lúllu lúser, gleymum því ekki og förum nú að forgangsraða aurnum rétt. Það að ætla að byggja 17 milljarða fangelsi tel ég vera tímaskekkju, það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að taka upp virkara skilorðseftirlit og dæma til uppbyggilegrar réttvísi og taka grjóthart á því ef erlendir ríkisborgarar eru að brjóta af sér hér á landi. Undantekningarlaust á að vísa þeim úr landi að loknum afplánunartíma og banna fyrir lífstíð að snúa hingað aftur. Það eru sterk skilaboð til erlendu skipulögðu glæpasamtakanna að hér tökum við á málunum með land og þjóð í huga og síðast en ekki síst til að verja ungmennin okkar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Við erum fremst í heiminum í því að veita Nonna og Gunnu norm forvarnir en ekki Lúlla og Lúllu lúser! Það fer fátt meira í taugarnar á mér eins og þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir og sér í lagi þegar við erum að tala um forvarnir fyrir ungmenni í afbrotum. Afbrot ungmenna hafa verið töluvert í umræðunni á þessu ári og afbrot almennt í samfélaginu eins og það hvort skipulögðum glæpasamtökum hafi tekist að skjóta niður rótum hér á landi. Hvort það eigi að fullnýta refsirammann eða ekki og sér í lagi þegar það er verið að tala um alvarleg brot eins og ofbeldi. Svo þegar sérfræðingar eru kallaðir til þá eru þeir almennt allir sammála því að það eigi ekki að herða á refsingum og þar er ég hjartanlega sammála en þegar ég heyri að það verði að bæta úr hefðbundnum forvörnum þá fæ ég grænar bólur um allan skrokk og sér í lagi þegar talað er um ofbeldi og ég tala nú ekki um hnífaburð ungmenna. Samfélagsleg lögregla Tískuorðið þessa dagana er samfélagslöggæsla, jú hún er frábær upp að vissu marki en hún er ekki eina svarið og langt frá því. Ég hugsa að það að kenna drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns eða styrkja sterkt atvinnuúrræði eins og Fjölsmiðjuna sé miklu vænlegra til árangurs en að henda fram þeirri skyndilausn að samfélagsleg lögregla sé svarið eða stofna ráð eða nefndir til að finna eina sanna svarið við vandanum. Því hefðbundnar forvarnir duga ekki á „Lúllu og Lúlla lúser“, því get ég lofað ykkur. Ef þær gerðu það værum við búin að uppræta afbrot í samfélaginu nema það sem innflutt er. Hvernig stendur þá á því að við förum þá alltaf fyrst í það að fara í forvarnir fyrir Nonna og Gunnu norm? Ætti púðrið ekki að fara fyrst og fremst í Lúlla og Lúllu lúser sem munu eiga í miklu meiri erfiðleikum með að vera samferða í fjórðu iðnbyltingunni en Nonni og Gunna norm? Samhliða því að vera með forvarnir fyrir Gunnu og Nonna norm, sem ég held að beri ekki á sér hnífa eða beiti ofbeldi, á að höfða til ábyrgðartilfinninga afbrotamanna með fræðslu og hún á að vega þungt þegar verið er að kveða upp dóma yfir þeim, og sér í lagi hjá ungmennum. Ábyrgðin á að vera hjá gerandanum Með öðrum orðum að nota uppbyggilega réttvísi. Tökum sem dæmi stórfellda líkamsárás, jafnvel hnífaárás, og ef það kemur dómur, hvort heldur sem hann er skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn, á alltaf að vera ákvæði um að viðkomandi sæki fræðslu á afplánunartíma. Ef um skilorðsbundinn dóm er um að ræða á hert skilorðseftirlit að sjá til þess að viðkomandi fái fræðslu við hæfi á meðan skilorðstími stendur yfir og það er bara útfærsluatriði hvernig því væri framfylgt. Það þarf litlu sem engu að breyta því þetta rúmast innan 57. gr. almennra hegn. laga og ef það kemur til fangelsisvistar á alltaf restin af dómnum, segjum ef viðkomandi er á ökklabandi eða á Vernd að sækja fræðslu nema að vitsmunir eða siðblinda standi í veginum fyrir því. Getum ekki týnt lyklinum Þannig erum við búin að koma ábyrgðinni alfarið yfir á gerandann og er það ekki það sem við viljum fyrst og fremst því við getum ekki kastað mönnum inn og týnt lyklinum, þeir koma alltaf út í samfélagið að lokum. Ef við erum að tala um betrun þá er fræðsla stór þáttur í því og eins og sagði hér að framan er það útfærsluatriði hvernig á að hrinda því í framkvæmd og skapa hefð fyrir því að dæma til uppbyggilegrar réttvísi. Í raun skiptir engu máli hver brotaflokkurinn er. Tökum ölvunarakstur, þú færð ekki prófið aftur nema hafa lokið ákveðinni fræðslu. Eins og sagði hér að framan er þetta útfærsluatriði. Við eigum líka að nýta þá stoðþjónustu sem er við höndina svo ég taki bara eitt dæmi, heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Forgangsröðum rétt Ef Bretinn hefur getað notað svona vinnubrögð, af hverju ættum við þá ekki að geta það og það ætti að vera auðvelt með allt þetta frábæra fólk sem starfar í stoðþjónustunni okkar? Hins vegar ef menn eru ekki móttækilegir og sýna ekki samvinnu þá á tvímælalaust að fullnýta refsirammann og það á ekki að vera neinn afsláttur í boði á meðan afplánunartími stendur yfir. Hefðbundnar forvarnir duga fyrir Nonna og Gunnu norm en ekki fyrir Lúlla og Lúllu lúser, gleymum því ekki og förum nú að forgangsraða aurnum rétt. Það að ætla að byggja 17 milljarða fangelsi tel ég vera tímaskekkju, það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að taka upp virkara skilorðseftirlit og dæma til uppbyggilegrar réttvísi og taka grjóthart á því ef erlendir ríkisborgarar eru að brjóta af sér hér á landi. Undantekningarlaust á að vísa þeim úr landi að loknum afplánunartíma og banna fyrir lífstíð að snúa hingað aftur. Það eru sterk skilaboð til erlendu skipulögðu glæpasamtakanna að hér tökum við á málunum með land og þjóð í huga og síðast en ekki síst til að verja ungmennin okkar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar