Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar 7. desember 2024 12:31 Við erum fremst í heiminum í því að veita Nonna og Gunnu norm forvarnir en ekki Lúlla og Lúllu lúser! Það fer fátt meira í taugarnar á mér eins og þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir og sér í lagi þegar við erum að tala um forvarnir fyrir ungmenni í afbrotum. Afbrot ungmenna hafa verið töluvert í umræðunni á þessu ári og afbrot almennt í samfélaginu eins og það hvort skipulögðum glæpasamtökum hafi tekist að skjóta niður rótum hér á landi. Hvort það eigi að fullnýta refsirammann eða ekki og sér í lagi þegar það er verið að tala um alvarleg brot eins og ofbeldi. Svo þegar sérfræðingar eru kallaðir til þá eru þeir almennt allir sammála því að það eigi ekki að herða á refsingum og þar er ég hjartanlega sammála en þegar ég heyri að það verði að bæta úr hefðbundnum forvörnum þá fæ ég grænar bólur um allan skrokk og sér í lagi þegar talað er um ofbeldi og ég tala nú ekki um hnífaburð ungmenna. Samfélagsleg lögregla Tískuorðið þessa dagana er samfélagslöggæsla, jú hún er frábær upp að vissu marki en hún er ekki eina svarið og langt frá því. Ég hugsa að það að kenna drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns eða styrkja sterkt atvinnuúrræði eins og Fjölsmiðjuna sé miklu vænlegra til árangurs en að henda fram þeirri skyndilausn að samfélagsleg lögregla sé svarið eða stofna ráð eða nefndir til að finna eina sanna svarið við vandanum. Því hefðbundnar forvarnir duga ekki á „Lúllu og Lúlla lúser“, því get ég lofað ykkur. Ef þær gerðu það værum við búin að uppræta afbrot í samfélaginu nema það sem innflutt er. Hvernig stendur þá á því að við förum þá alltaf fyrst í það að fara í forvarnir fyrir Nonna og Gunnu norm? Ætti púðrið ekki að fara fyrst og fremst í Lúlla og Lúllu lúser sem munu eiga í miklu meiri erfiðleikum með að vera samferða í fjórðu iðnbyltingunni en Nonni og Gunna norm? Samhliða því að vera með forvarnir fyrir Gunnu og Nonna norm, sem ég held að beri ekki á sér hnífa eða beiti ofbeldi, á að höfða til ábyrgðartilfinninga afbrotamanna með fræðslu og hún á að vega þungt þegar verið er að kveða upp dóma yfir þeim, og sér í lagi hjá ungmennum. Ábyrgðin á að vera hjá gerandanum Með öðrum orðum að nota uppbyggilega réttvísi. Tökum sem dæmi stórfellda líkamsárás, jafnvel hnífaárás, og ef það kemur dómur, hvort heldur sem hann er skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn, á alltaf að vera ákvæði um að viðkomandi sæki fræðslu á afplánunartíma. Ef um skilorðsbundinn dóm er um að ræða á hert skilorðseftirlit að sjá til þess að viðkomandi fái fræðslu við hæfi á meðan skilorðstími stendur yfir og það er bara útfærsluatriði hvernig því væri framfylgt. Það þarf litlu sem engu að breyta því þetta rúmast innan 57. gr. almennra hegn. laga og ef það kemur til fangelsisvistar á alltaf restin af dómnum, segjum ef viðkomandi er á ökklabandi eða á Vernd að sækja fræðslu nema að vitsmunir eða siðblinda standi í veginum fyrir því. Getum ekki týnt lyklinum Þannig erum við búin að koma ábyrgðinni alfarið yfir á gerandann og er það ekki það sem við viljum fyrst og fremst því við getum ekki kastað mönnum inn og týnt lyklinum, þeir koma alltaf út í samfélagið að lokum. Ef við erum að tala um betrun þá er fræðsla stór þáttur í því og eins og sagði hér að framan er það útfærsluatriði hvernig á að hrinda því í framkvæmd og skapa hefð fyrir því að dæma til uppbyggilegrar réttvísi. Í raun skiptir engu máli hver brotaflokkurinn er. Tökum ölvunarakstur, þú færð ekki prófið aftur nema hafa lokið ákveðinni fræðslu. Eins og sagði hér að framan er þetta útfærsluatriði. Við eigum líka að nýta þá stoðþjónustu sem er við höndina svo ég taki bara eitt dæmi, heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Forgangsröðum rétt Ef Bretinn hefur getað notað svona vinnubrögð, af hverju ættum við þá ekki að geta það og það ætti að vera auðvelt með allt þetta frábæra fólk sem starfar í stoðþjónustunni okkar? Hins vegar ef menn eru ekki móttækilegir og sýna ekki samvinnu þá á tvímælalaust að fullnýta refsirammann og það á ekki að vera neinn afsláttur í boði á meðan afplánunartími stendur yfir. Hefðbundnar forvarnir duga fyrir Nonna og Gunnu norm en ekki fyrir Lúlla og Lúllu lúser, gleymum því ekki og förum nú að forgangsraða aurnum rétt. Það að ætla að byggja 17 milljarða fangelsi tel ég vera tímaskekkju, það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að taka upp virkara skilorðseftirlit og dæma til uppbyggilegrar réttvísi og taka grjóthart á því ef erlendir ríkisborgarar eru að brjóta af sér hér á landi. Undantekningarlaust á að vísa þeim úr landi að loknum afplánunartíma og banna fyrir lífstíð að snúa hingað aftur. Það eru sterk skilaboð til erlendu skipulögðu glæpasamtakanna að hér tökum við á málunum með land og þjóð í huga og síðast en ekki síst til að verja ungmennin okkar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum fremst í heiminum í því að veita Nonna og Gunnu norm forvarnir en ekki Lúlla og Lúllu lúser! Það fer fátt meira í taugarnar á mér eins og þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir og sér í lagi þegar við erum að tala um forvarnir fyrir ungmenni í afbrotum. Afbrot ungmenna hafa verið töluvert í umræðunni á þessu ári og afbrot almennt í samfélaginu eins og það hvort skipulögðum glæpasamtökum hafi tekist að skjóta niður rótum hér á landi. Hvort það eigi að fullnýta refsirammann eða ekki og sér í lagi þegar það er verið að tala um alvarleg brot eins og ofbeldi. Svo þegar sérfræðingar eru kallaðir til þá eru þeir almennt allir sammála því að það eigi ekki að herða á refsingum og þar er ég hjartanlega sammála en þegar ég heyri að það verði að bæta úr hefðbundnum forvörnum þá fæ ég grænar bólur um allan skrokk og sér í lagi þegar talað er um ofbeldi og ég tala nú ekki um hnífaburð ungmenna. Samfélagsleg lögregla Tískuorðið þessa dagana er samfélagslöggæsla, jú hún er frábær upp að vissu marki en hún er ekki eina svarið og langt frá því. Ég hugsa að það að kenna drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns eða styrkja sterkt atvinnuúrræði eins og Fjölsmiðjuna sé miklu vænlegra til árangurs en að henda fram þeirri skyndilausn að samfélagsleg lögregla sé svarið eða stofna ráð eða nefndir til að finna eina sanna svarið við vandanum. Því hefðbundnar forvarnir duga ekki á „Lúllu og Lúlla lúser“, því get ég lofað ykkur. Ef þær gerðu það værum við búin að uppræta afbrot í samfélaginu nema það sem innflutt er. Hvernig stendur þá á því að við förum þá alltaf fyrst í það að fara í forvarnir fyrir Nonna og Gunnu norm? Ætti púðrið ekki að fara fyrst og fremst í Lúlla og Lúllu lúser sem munu eiga í miklu meiri erfiðleikum með að vera samferða í fjórðu iðnbyltingunni en Nonni og Gunna norm? Samhliða því að vera með forvarnir fyrir Gunnu og Nonna norm, sem ég held að beri ekki á sér hnífa eða beiti ofbeldi, á að höfða til ábyrgðartilfinninga afbrotamanna með fræðslu og hún á að vega þungt þegar verið er að kveða upp dóma yfir þeim, og sér í lagi hjá ungmennum. Ábyrgðin á að vera hjá gerandanum Með öðrum orðum að nota uppbyggilega réttvísi. Tökum sem dæmi stórfellda líkamsárás, jafnvel hnífaárás, og ef það kemur dómur, hvort heldur sem hann er skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn, á alltaf að vera ákvæði um að viðkomandi sæki fræðslu á afplánunartíma. Ef um skilorðsbundinn dóm er um að ræða á hert skilorðseftirlit að sjá til þess að viðkomandi fái fræðslu við hæfi á meðan skilorðstími stendur yfir og það er bara útfærsluatriði hvernig því væri framfylgt. Það þarf litlu sem engu að breyta því þetta rúmast innan 57. gr. almennra hegn. laga og ef það kemur til fangelsisvistar á alltaf restin af dómnum, segjum ef viðkomandi er á ökklabandi eða á Vernd að sækja fræðslu nema að vitsmunir eða siðblinda standi í veginum fyrir því. Getum ekki týnt lyklinum Þannig erum við búin að koma ábyrgðinni alfarið yfir á gerandann og er það ekki það sem við viljum fyrst og fremst því við getum ekki kastað mönnum inn og týnt lyklinum, þeir koma alltaf út í samfélagið að lokum. Ef við erum að tala um betrun þá er fræðsla stór þáttur í því og eins og sagði hér að framan er það útfærsluatriði hvernig á að hrinda því í framkvæmd og skapa hefð fyrir því að dæma til uppbyggilegrar réttvísi. Í raun skiptir engu máli hver brotaflokkurinn er. Tökum ölvunarakstur, þú færð ekki prófið aftur nema hafa lokið ákveðinni fræðslu. Eins og sagði hér að framan er þetta útfærsluatriði. Við eigum líka að nýta þá stoðþjónustu sem er við höndina svo ég taki bara eitt dæmi, heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Forgangsröðum rétt Ef Bretinn hefur getað notað svona vinnubrögð, af hverju ættum við þá ekki að geta það og það ætti að vera auðvelt með allt þetta frábæra fólk sem starfar í stoðþjónustunni okkar? Hins vegar ef menn eru ekki móttækilegir og sýna ekki samvinnu þá á tvímælalaust að fullnýta refsirammann og það á ekki að vera neinn afsláttur í boði á meðan afplánunartími stendur yfir. Hefðbundnar forvarnir duga fyrir Nonna og Gunnu norm en ekki fyrir Lúlla og Lúllu lúser, gleymum því ekki og förum nú að forgangsraða aurnum rétt. Það að ætla að byggja 17 milljarða fangelsi tel ég vera tímaskekkju, það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að taka upp virkara skilorðseftirlit og dæma til uppbyggilegrar réttvísi og taka grjóthart á því ef erlendir ríkisborgarar eru að brjóta af sér hér á landi. Undantekningarlaust á að vísa þeim úr landi að loknum afplánunartíma og banna fyrir lífstíð að snúa hingað aftur. Það eru sterk skilaboð til erlendu skipulögðu glæpasamtakanna að hér tökum við á málunum með land og þjóð í huga og síðast en ekki síst til að verja ungmennin okkar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun