Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. desember 2024 14:06 Jón Bjarnason, organisti í Skálholti, sem vonast til að söfnunin gangi vel þannig að það verði hægt að taka söfnunarflygilinn í notkun á Sumartónleikunum í Skálholti næsta sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfnun er nú hafin á flygli í Skálholtsdómkirkju en þar hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, sem þykir mjög sérstakt í einu flottasta tónlistarhúsi landsins. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna. Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira