„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 19:10 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“ Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent