„Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. desember 2024 18:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75. „[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira