Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2024 20:40 Flugvélin Esja með fjallið Esju í baksýn. Þessi fyrsta Airbus-þota Icelandair flaug yfir Reykjavíkurflugvöll síðastliðinn þriðjudag áður en lent var á Keflavíkurflugvelli. Matthías Sveinbjörnsson Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft. Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands. Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands.
Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24