Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 10:34 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio, leikmaður West Ham og jamaíska landsliðsins, verður lengi frá keppni eftir hræðilegt bílslys um helgina. „Hvar er ég? Hvað er að gerast? Í hvaða bíl er ég?“ á Antonio að hafa spurt vegfaranda sem kom honum til hjálpar, eftir að þessi 34 ára framherji lenti í hræðilegu bílslysi á laugardaginn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan skemmdist Ferrari-bifreið hans afar illa og þurfti að klippa Antonio út úr bílnum. West Ham greindi frá því í gær að hann hefði fótbrotnað við áreksturinn en að hann hefði nú gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi. „Allir hjá félaginu óska Michail skjóts bata og þakkar fótboltafjölskyldunni innilega fyrir þann mikla stuðning sem sýndur hefur verið eftir fréttir gærdagsins,“ sagði í yfirlýsingu West Ham þar sem sjúkrafólki og öðrum sem fyrst komu á vettvang var einnig þakkað sérstaklega. 𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024 Breskir miðlar, til að mynda The Guardian og The Sun, segja að Antonio, sem er 34 ára og fjögurra barna faðir, verði frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Hann verður áfram á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður áfram með líðan hans. Ljóst er að Antonio verður hvergi nálægt þegar West Ham mætir Wolves í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Hamranna frá Nottingham Forest árið 2015 og hefur skorað 83 mörk og átt 41 stoðsendingu, í 323 leikjum. Enski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
„Hvar er ég? Hvað er að gerast? Í hvaða bíl er ég?“ á Antonio að hafa spurt vegfaranda sem kom honum til hjálpar, eftir að þessi 34 ára framherji lenti í hræðilegu bílslysi á laugardaginn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan skemmdist Ferrari-bifreið hans afar illa og þurfti að klippa Antonio út úr bílnum. West Ham greindi frá því í gær að hann hefði fótbrotnað við áreksturinn en að hann hefði nú gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi. „Allir hjá félaginu óska Michail skjóts bata og þakkar fótboltafjölskyldunni innilega fyrir þann mikla stuðning sem sýndur hefur verið eftir fréttir gærdagsins,“ sagði í yfirlýsingu West Ham þar sem sjúkrafólki og öðrum sem fyrst komu á vettvang var einnig þakkað sérstaklega. 𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024 Breskir miðlar, til að mynda The Guardian og The Sun, segja að Antonio, sem er 34 ára og fjögurra barna faðir, verði frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Hann verður áfram á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður áfram með líðan hans. Ljóst er að Antonio verður hvergi nálægt þegar West Ham mætir Wolves í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Hamranna frá Nottingham Forest árið 2015 og hefur skorað 83 mörk og átt 41 stoðsendingu, í 323 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira