Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 13:51 Það er mikið um að vera í Vík í Mýrdal og þar í kring um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega. Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega.
Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36