Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 13:51 Það er mikið um að vera í Vík í Mýrdal og þar í kring um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega. Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega.
Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36