Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 17:06 Málið varðar stunguárás á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. Pilturinn sem um ræður er ekki brotaþoli í málinu. Líkt og greint hefur verið frá er sextán ára drengur ákærður fyrir að stinga hina sautján ára gömlu Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana, og fyrir tvær tilraunir til manndráps þar að auki, en honum er gefið að sök að stinga tvö önnur ungmenni í sömu árás við Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn var með þeim þremur sem lentu í meintri árás í bíl, og í úrskurði Landsréttar í málinu kemur fram að hann hafi verið kærasti hinnar látnu og bróðir annars þeirra sem var stunginn. Hann vildi fá skipaðan réttargæslumann, en því var hafnað í héraði þar sem hann er ekki brotaþoli. Hann vildi líka fá að leggja fram bótakröfu. Í úrskurði héraðsdóms segir að árásin sem málið varðar hafi verið til þess fallin að valda honum andlegum miska, en vegna þess að hann sé ekki brotaþoli verði hún ekki höfð uppi í málinu. Landsréttur hins vegar sendi kröfuna aftur í hérað þar sem einkaréttarkröfur þurfa ekki að vera bundnar við brotaþola. Þá væru ekki aðrir annmarkar á henni til þess að vísa henni frá. Landsréttur var hins vegar sammála héraðsdómi um að pilturinn ætti ekki rétt á réttargæslumanni. Fréttin hefur verið uppfærð. Stunguárás við Skúlagötu Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Pilturinn sem um ræður er ekki brotaþoli í málinu. Líkt og greint hefur verið frá er sextán ára drengur ákærður fyrir að stinga hina sautján ára gömlu Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana, og fyrir tvær tilraunir til manndráps þar að auki, en honum er gefið að sök að stinga tvö önnur ungmenni í sömu árás við Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn var með þeim þremur sem lentu í meintri árás í bíl, og í úrskurði Landsréttar í málinu kemur fram að hann hafi verið kærasti hinnar látnu og bróðir annars þeirra sem var stunginn. Hann vildi fá skipaðan réttargæslumann, en því var hafnað í héraði þar sem hann er ekki brotaþoli. Hann vildi líka fá að leggja fram bótakröfu. Í úrskurði héraðsdóms segir að árásin sem málið varðar hafi verið til þess fallin að valda honum andlegum miska, en vegna þess að hann sé ekki brotaþoli verði hún ekki höfð uppi í málinu. Landsréttur hins vegar sendi kröfuna aftur í hérað þar sem einkaréttarkröfur þurfa ekki að vera bundnar við brotaþola. Þá væru ekki aðrir annmarkar á henni til þess að vísa henni frá. Landsréttur var hins vegar sammála héraðsdómi um að pilturinn ætti ekki rétt á réttargæslumanni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stunguárás við Skúlagötu Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira