Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 07:00 Sýrlenska landsliðið stillir sér hér upp fyrir framan þjóðfánann sinn fyrir landsleik á móti Íran. Hér má sjá þá í rauðu landsliðsbúningunum sínum en þeir spila ekki í þeim lengur. Getty/Adam Nurkiewicz Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira
Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira